Þróunarverkefni

Í mörgum skólum hafa verið unnin þróunarverkefni til að auka sess og stuðla að markvissri útikennslu í skólastarfinu. Á vefsíðum nokkurra skóla má finna upplýsingar um þessi verkefni.

Langholtsskóli

Langholtsskóli. Á vef skólans á undirsíðunni nám og kennsla er tengill í útikennsluvef  skólans. Þar eru fjölmörg verkefni flokkuð eftir aldursstigum grunnskólans og námsgreinum. Langholtsskoli.is 

Norðlingaskóli – Björnslundur

Á vef skólans er ýmislegt um útikennslu og Björnslund sem hýsir útikennslusvæði þeirra. Þar eru hagnýtar upplýsingar um til dæmis um fatnað í útikennslu, útikennslustofu og áhöld, útileiki, útieldun, flóruna og fuglana. nordlingaskoli.is

Ártúnsskóli

Á vef skólans er umhverfisfræðsla margt skemmtilegt, glæsilega útikennslukynningu, myndir frá grenndarskógi og skólagörðunum ásamt ýmsum upplýsingum um útinám. artunskoli.is

Hlíðaskóli – grenndarskógur

Á undirsíðu skólans um grenndarskóginn eru verkefni, leikir, upplýsingar um grenndarskóginn og jólaskóginn. hlidaskoli.is