Útikennsla og útinám í skólastarfi

Tilgangur þessa vefs er að safna saman verkefnum, hugmyndum, lesefni og vísun í efni sem styrkt getur útinám í skólastarfi á Íslandi.

Á vefnum www.utikennsla.is er leitast við að nýta reynslu og hugmyndir um útikennslu, hvort sem þær eiga uppruna sinn hér á landi eða úti í heimi. Hér má meðal annars finna tilbúin verkefni, tengla í íslenska og erlenda vefi með kennsluhugmyndum og tilbúnum verkefnum, upplýsingar um leikjavefi og smáforrit og lista af fræðilegu lesefni.

Kennarar og kennaranemar hafa unnið verkefnin sem hér eru opin án endurgjalds. Ef þú lumar á hugmyndum eða verkefnum væri gott fyrir íslenska kennara að fá að setja það efni hér inn.