Íslenskir vefir

Íslenskir vefir með kennsluhugmyndir og verkefni:

 • grenndargral.is Grenndargralið – gersemar í menningu og sögu heimabyggðar. Vefur með 10 vikna verkefni tengd heimabyggð unglinga á Akureyri.
 • gullin.arborg.is Gullin í grenndinni er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla á Selfossi. Það snýst að stórum hluta um að stuðla að samfellu milli skólastiga og gerist m.a. með því að leik- og grunnskólar á svæðinu vinna með og á tilteknu svæði.
 • landlaeknir.is Á vef landlæknisembættisins eru ýmis veggspjöld og leiðbeiningar, til dæmis bókin Virkni í skólastarfi, handbók um hreyfingu. Fimmti kaflinn fjallar um útikennslu. Farið inn á vefinn, veljið útgefið efni og skrifið handbók um hreyfingu. Fyrir neðan leitargluggann koma kaflarnir sem aðgreind skjöl.
 • natturuskoli.is er vefur Náttúruskóla Reykjavíkur sem er samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Þar eru fjölmörg verkefni flokkuð eftir aldri eða námsgreinum.
 • skogur.is Á vef Skógræktar ríkisins eru aðgengilegar upplýsingar um verkefnið Lesið í skóginn. Á undirsíðu um útgáfu og fræðsluefni og verkefnið Lesið í skóginn eru ýmsar upplýsingar til dæmis um útikennslu, grenndarskóga og skógarnytjar. Þar er einnig verkefnasafn flokkað eftir aldursstigum grunnskólans og námsgreinum.
 • namshestar.is er vefur um útikennslu í náttúrfræði sem byggir á umhverfinu sunnan Akrafjalls og íslenska hestinum.
 • skatamal.is/verkefnavefur er vefur Bandalags íslenskra skáta sem hefur að geyma urmul af fjölbreyttum verkefnum sem nota má í skólastarfi fyrir ýmsa aldurshópa.
 • stjornufraedi.is Á stjörnufræðivefnum eru flokkuð verkefni fyrir kennara ólíkra aldurshópa allt frá leikskóla til háskóla. Mjög vandaður vefur og aðgengilegur.
 • utieldhus.is er vefur Guðmundar Finnbogasonar heimilisfræðikennara og geymir handbók hans um útieldun í skólastarfi.
 • umferd.is Samgöngustofa er með umferðavefinn sem kynntur er fyrir krakka, unglinga og foreldra. Þar má finna námsefni, leiki og verkefni.
 • ust.is Á vef Umhverfisstofnunar eru margskonar fræðslubæklingar um loftgæði, umhverfismerki og vá í umhverfinu.
 • utikennsluapp.is er vefur á vegum Náttúruskóla Reykjavíkur. Vefsíðan notar staðsetningabúnað snjallsíma eða spjaldtölva til að leiða notandann um tiltekna gönguleið og gefur upplýsingar um nágrenni og lífríki á nokkrum stöðum á leiðinni.
 • sorpa.is Vefur Sorpu hefur ýmsar hugmyndir að flokkun sorps og vinnu því tengdri.
 • utinam.is er samstarfsverkefni Áskorunar ehf. og SNÚ, samtaka um áttúru- og útiskóla. Þar er fróðleikur um útikennslu, tenglar að erlendu lesefni, upplýsingar um útinám í íslenskum leikskólum og umhverfismál.
 • vedur.is er vefur Veðurstofu Íslands. Þar eru upplýsingar um veður á einstökum stöðum á landinu sem til dæmis má bera saman við gögn sem nemendur safna sjálfir.
 • vendikennsla.is er vefur með safni af myndböndum m.a. tengdum náttúrugreinum sem geta nýst mjög vel í undirbúningi og úrvinnslu útikennslu.
 • yrkja.is er námsvefur um tré og góðursetningu og er samstarfsverkefni Skógræktar Íslands og Námsgagnastofnunar.